Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar ásamt Borgarsögusafni Reykjavíkur buðu Faxaflóahöfnum að vera við vígslu Steinbryggjunar við Tryggvagötu. Það var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur sem vígði mannvirkið.

Steinbryggjan er eitt merkasta mannvirki Reykjavíkurhafnar. Hún var á sínum tíma mikilvæg samgöngubót fyrir Reykjavík og kennileiti sem hliðið að bænum frá hafi. Uppruna hennar má rekja til gömlu Bæjarbryggjunnar frá 1884 en Steinbryggjan hvarf undir landfyllingu árið 1940. Hún hefur verið grafin upp, gerð sýnileg og aðgengileg í umhverfi Hafnartorgs með upplýsingaskiltum og menningarmerkjum.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur

Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.

FaxaportsFaxaports linkedin