Áfanga- og markaðssvið (Á&M) Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Akraneskaupstaður og Faxaflóahafnir taka nú þátt í samstarfsverkefni um gæði móttöku farþegaskipa á Akranesi.

Markmið verkefnisins er að heimamenn í hverri höfn leggi línur um hvernig þeir vilja taka á móti farþegum farþegaskipa sem leggjast að höfn, bæði svo gestirnir njóti þess að koma í heimsókn og samfélagið njóti ávinnings af gestamóttökunni, sjá nánar um málið inn á heimasíðu Fréttaveitu Vesturlands Skessuhorn.

Ljósmynd fengin af heimasíðu Skessuhorns. Ljósm. Arg.

FaxaportsFaxaports linkedin