Ár 2015, föstudaginn 20. febrúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 10:00.
Mættir:

Kristín Soffía Jónsdóttir

Þórlaug Ágústsdóttir

Júlíus Vífill Ingvarsson

Ólafur Adolfsson

Björgvin Helgason

S. Björn Blöndal

Líf Magneudóttir

Jónína Erna Arnardóttir

Áheyrnarfulltrúar:

Ingibjörg Valdimarsdóttir

Sigurður Ólafsson

Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Skýrsla Hafnasambands Íslands um niðurstöður könnunar um samvinnu og sameiningu hafnasjóða 2015.
Lagt fram.
2. Bréf bæjarráðs Akraneskaupstaðar, borgarráðs Reykjavíkur, Hvalfjarðarsveitar, Kópavogsbæjar, Sandgerðisbæjar og Borgarbyggðar varðandi tillögu um sameiginlega stefnumótun um hafnamál á Faxaflóa.
Lögð fram.
3. Bréf Akraneskaupstaðar, dags. 12.2.2015, þar sem óskað er viðræðna við Faxaflóahafnir sf. um stækkun lands við Breið.
Hafnarstjóra falið að taka upp viðræður við Akraneskaupstað um verkefnið.
4. Ársreikningur Menntunarsjóðs Þórarins Kristjánssonar fyrir árið 2014.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir rekstri sjóðsins. Ársreikningurinn samþykktur.
5. Ársreikningur Halakots ehf.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir rekstri sjóðsins. Ársreikningurinn samþykktur.
6. Samningar Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna sf. varðandi sölu á landi í Geldinganesi, Gufunesi og Eiðsvík til borgarinnar.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir efnisatriðum samninganna og voru samningar um Gufunes og Eiðsvík samþykktir. Samningi um Geldinganes frestað til næsta fundar.
7. Lóðamál.

a. Umsókn Snóks ehf., dags. 14.1.2015, um lóð að Leynisvegi 6 Grundartanga.

b. Umsókn Eimskipafélags Íslands hf., dags. 18.2.2015, um lóðirnar 5, 7 og 9 að Klafastaðavegi Grundartanga.

c. Staða mála varðandi Silicor. Minnisblað hafnarstjóra dags., 30.1.2015.

d. Umsókn Guðjóns Sverris Rafnssonar, dags. 12.2.2015, um lóðina Fiskislóð 41.

Hafnarstjórn tekur jákvætt í umsókn Snóks ehf. og heimilar hafnarstjóra að ganga til viðræðna við félagið um málið og gerð lóðagjaldasamnings.
Hafnarstjórn heimilar hafnarstjóra að gera lóðagjaldasamning við Eimskipafélag Íslands hf.
OA og BH sitja hjá.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi Silicor.
Hafnarstjórn frestar ákvörðun um umsókn Guðjóns Sverris Rafnssonar.
8. Forkaupsréttarmál.

a. Erindi Fasteignasölunnar Mikluborgar ehf., dags. 11.2.2015, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 83 fastanr. 200-0050. Seljandi Sjóli ehf. kt. 591065-0179. Kaupandi Vélaviðgerðir ehf. kt. 460391-2029.

b. Erindi Fasteignasölunnar Mikluborgar ehf., dags. 13.2.2015, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 73 fastanr. 200-0051. Seljandi Toppfiskur ehf. kt. 491187-1749. Kaupandi Arnar Hauksson, kt. 041279-4199 f.h. óstofnaðs hlutafélags.

Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að ákvæði deiliskipulags og lóðaleigusamninga haldi.
9. Drög að leigusamningi um efri hæð Bakkaskemmu við Sjávarklasann.
Hafnarstjórn heimilar hafnarstjóra að undirrita samninginn.
10. Greinargerð Bergþóru Bergsdóttur um skipaverkstöð á Grundartanga, dags. í desember 2014.
Lögð fram.
11. Listi yfir umsækjendur leigurýma í verbúðum á Grandagarði og við Geirsgötu.
Lagt fram.
12. Önnur mál.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 11:50

FaxaportsFaxaports linkedin