Ár 2016, föstudaginn 13. maí kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

           Líf Magneudóttir

           S. Björn Blöndal

           Þórlaug Ágústsdóttir

           Ólafur Adolfsson

           Björgvin Helgason

           Jónína Erna Arnardóttir

Varafulltrúi:

           Gunnar Alexander Ólafsson

Áheyrnarfulltrúar:

           Ingibjörg Valdimarsdóttir

           Gunnar Sæþórsson

Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar  og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1.      Bréf Reykjavíkurborgar, dags. 20.4.2016, um tilnefningu í stjórn Faxaflóahafna sf.
Lagt fram.
2.      Aðalfundur Faxaflóahafna sf.:

a.    Ársskýrsla Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2015.

b.    Grænt bókhald vegna ársins 2015.

c.    Minnisblað Vignis Albertssonar, skipulagsfulltrúa og Halls Árnasonar, öryggis- og umhverfisfulltrúa, dags. 10.5. 2016, varðandi tilnefningu fyrirtækis til að veita viðtöku umhverfis­viðurkenningu Faxaflóahafna sf., Fjörusteininum.

Ársskýrslan lögð fram. Hafnarstjórn samþykkir tillögu skipulagsfulltrúa og öryggis- og umhverfisfulltrúa um veitingu Fjörusteinsins, sem afhentur verður á aðalfundi félagsins. Skýrsla um grænt bókhald samþykkt.
3.      Bréf Hafnasambands Íslands, dags. 4.5.2016, um boðun á Hafnasambandsþing 2016.
Lagt fram.
4.      Minnisblað hafnarstjóra um útblástur skipa og landtengingar, dags. 27. apríl 2016.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir efni minnisblaðsins. Stjórn Faxaflóahafna sf. felur hafnarstjóra að senda umhverfisráðherra og eigendum Faxaflóa­hafna sf. minnisblaðið. Stjórn Faxaflóahafna sf. lýsir yfir stuðningi við þau atriði sem fram koma í minnisblaðinu.
5.      Rekstraryfirlit janúar til og með mars ásamt minnisblaði um helstu atriði rekstrar og eignabreytinga.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu atriðum varðandi rekstur og framkvæmdir fyrstu þrjá mánuði ársins.
6.      Umsókn Sea Safari ehf., dags. 15.4.2016, um leyfi fyrir kaffisölu í miðasöluskúr á lóð við Ægisgarð.
Hafnarstjórn minnir á að staðsetning miðasöluskúra við Ægisgarð er bráðabirgðaráðstöfun og staða þeirra á skammtímaleyfi. Þess vegna er ekki unnt að verða við erindinu.
7.      Erindi Rockall félagasamtaka, dags. 1. maí 2016, um fjárstyrk vegna Rockall- hátíðarinnar í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn.
Hafnarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 500.000.
8.      Þróunarsvæði Sundahafnar.

a.    Bréf Eimskipafélags Íslands hf., dags. 4.5.2016, um lóðamál félagsins í Sundahöfn.

b.    Uppdráttur með hugmyndum Samskipa hf. um landþróun á farmsvæði fyrirtækisins.

Hafnarstjóri og aðstoðarhafnarstjóri gerðu grein fyrir óskum skipa­félaganna um lóðir og landrými í Sundahöfn á næstu árum. Þá liggja einnig umsóknir um úthlutun lóða frá fleiri aðilum. Hafnarstjóra falið að leggja fram tillögur um skipulag þróunarsvæðisins utan Klepps, sem teknar verði til umfjöllunar á seinni hluta ársins.
9.      Tæknistefna upplýsingakerfa, öryggisstefna, neyðaráætlun og skipulag öryggismála vegna upplýsingakerfa fyrir Faxaflóahafnir sf.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir þeim áætlunum sem varða upplýsingakerfi Faxaflóahafna sf. Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögur að stefnu í öryggismálum upplýsingakerfa.
10.   Forkaupsréttarmál.

a.    Erindi Fasteignasölunnar Mikluborgar ehf., dags. 13. apríl s.l. varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Grandagarði 101 fastanr. 200-0123. Kaupandi Kumiko ehf., kt. 410216-0270. Seljandi Sigurður R. Gíslason, kt. 310544-3969.

Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að starfsemi á lóð falli að skilmálum lóðarleigusamnings og deiliskipulags.
11.   Önnur mál.

a.    Hafnarstjóri gerði grein fyrir útleigu á einu bili í verbúðunum við Geirsgötu. Hann gerði grein fyrir útgáfu viðbragðsáætlunar Almannavarna vegna óhappa eða slysa vegna skemmtiferðaskipa við hafnir á höfuðborgarsvæðinu.

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl.  10:45