Ár 2017, miðvikudaginn 12. apríl kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:
Dagur B. Eggertsson
Líf Magneudóttir
Þórlaug Ágústsdóttir
Ólafur Adolfsson
S. Björn Blöndal
Björgvin Helgason
Magnús Smári Snorrason
Marta Guðjónsdóttir
Áheyrnarfulltrúar:
Ingibjörg Valdimarsdóttir
Sigríður Bergmann
Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Drög að ársskýrslu Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2016. Ákvörðun um aðalfund félagsins og greiðslu arðs.
Samþykkt að boða til aðalfundar félagsins föstudaginn 26. maí n.k.   Samþykkt að arður verði 50% af hagnaði án óreglulegra tekna árið 2016, eða alls  371,0 mkr. sem skiptist á eignaraðila eftir eignarhlutföllum.
MG situr hjá við afgreiðslu varðandi tillögu um arðgreiðslu.
2. Bréf Akraneskaupstaðar dags. 17. mars 2017, varðandi tímamót um fyrstu bryggjuframkvæmdina í Akraneshöfn, sem gerð var fyrir opinbert fé.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að skoða með hvaða hætti megi minnast tímamótanna.
3. Samantekt um starfsemi, skipulag og þróun Akraneshafnar, dags. 5.4. 2017.
Hafnarstjórn vísar til þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað varðandi starfsemi HB Granda hf. á Akranesi.  Árið 2007 samþykkti stjórnin að fyrirtækið væri reiðubúið til framkvæmda sem myndu tryggja bætta starfsaðstöðu HB Granda á Akranesi með þeim fyrirvara að skipulag svæðisins heimilaði umræddar framkvæmdir og að samkomulag lægi fyrir milli Faxaflóahafna sf. og HB Granda um verkefnið.  Í október árið 2014 var stjórn Faxaflóahafna sf. kynnt aðstöðuþörf HB Granda hf. á Akranesi og á fundi í nóvember sama ár var hafnarstjóra falið að kynna Akraneskaupstað og HB Granda hugmyndir að útfærslu mögulegra framkvæmda.  Á fundi stjórnar í apríl 2015 voru frumtillögur lagðar fram og samþykkt að kynna þær HB Granda og Akraneskaupstað. Í viðræðum við Akraneskaupstað og HB Granda var með sama hætti og árið 2007, tekið jákvætt í óskir um landfyllingu og bætta aðstöðu innan hafnar að því tilskyldu að fyrir lægi samkomulag aðila og að skipulag heimilaði umræddar framkvæmdir.
Í þeirri samantekt um starfsemi, skipulag og þróun Akraneshafnar, sem lögð er nú fram liggur fyrir hver verkefnin eru og er það vilji stjórnar Faxaflóahafna sf. að þau geti orðið að veruleika að uppfylltum þeim skilyrðum sem áður eru nefnd.  Stjórnin felur hafnarstjóra að halda áfram tæknilegum undirbúningi verkefnanna þannig að unnt verði að gera ráð fyrir þeim í framkvæmdaáætlun þegar ljóst verður að af þeim geti orðið.  Samhliða er óskað eftir því að Akraneskaupstaður annist nauðsynlega skipulagsvinnu vegna þeirra tillagna sem liggja fyrir.
4. Staða undirbúnings vegna umhverfisvottunar Faxaflóahafna sf. Minnisblað markaðs- og gæðastjóra dags. 9.4.2017.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir efni minnisblaðsins, en stefnt verður á að vottun liggi fyrir í loka árs.
5. Greinargerð fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar með ársreikningi Faxaflóahafna sf.
Lögð fram.
6. Erindi Þróunarfélags Grundartanga ehf. dags. í apríl um gerð samkomulags varðandi gerð sviðsmynda fyrir Grundartangasvæðið og fleira.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í að leggja fjármuni til verkefnisins, en óskar eftir áætlun um útgjöld félagsins til næstu þriggja ára.
7. Minnisblað aðstoðarhafnarstjóra dags.5.5.2017 vegna aðstöðu fyrir fyrirhugaðar Flóasiglingar milli Reykjavíkur og Akraness.
Aðstoðarhafnarstjóri gerði grein fyrir mögulegum aðgerðum vegna aðstöðu fyrirhugaðra Flóasiglinga.
8. Erindi Endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar dags. 7. Mars 2017, varðar upplýsingagjöf innri endurskoðenda til endurskoðendanefndar og stjórnar.
Lagt fram.
9. Aðalfundarboð Aflvaka hf. þann 25.4. 2017.
Hafnarstjóra falið að fara með umboð Faxaflóahafna sf. á fundinum.
 10. Erindi Plús arkitekta ehf. dags. í apríl varðandi deiliskipulag á lóð við Fiskislóð 43
Hafnarstjórn getur fallist á umbeðna breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar sem felst í hækkun húss úr 12 metrum í allt að 18 metra og hliðrun byggingarreits húss innan lóðar.  Hafnarstjórn heimilar Plús arkitektum ehf. að sækja um breytinguna til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.
11. Forkaupsréttarmál:
a. Erindi dags. 3. apríl 2017, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti að eignarhluta að Fiskislóð 43 fastanr. 231-3086. Kaupandi E6 ehf., kt. 540915-2100. Seljandi Fiskistígur ehf., kt. 460715-0320.
b. Erindi Kaupsýslunnar dags. 14. mars 2017, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti að eignarhluta að Grandagarði 10 fastanr. 200-0168. Kaupandi Foodco kt. 660302-2630. Seljandi Veiðiveitingar ehf., kt. 691004-2360.
c. Erindi Fasteignamarkaðarins dags. 20. mars 2017, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti að eignarhluta að Fiskislóð 45 fastanr. 228-4619. Kaupandi Guðbjörg Sigurðardóttir kt. 060558-7879. Seljandi Ólafur Birgir Davíðsson kt. 150990-2549.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti ofangreindra eigna enda verði starfsemi innan ramma deiliskipulags og lóðarleigusamninga.  ÓA vék af fundi við afgreiðslu liðar c.
 SBB vék af fundi.
12. Önnur mál.
a. Málefni Halakots ehf.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir tillögu að meðferð eigna Halakots ehf.  Hafnarstjórn heimilar hafnarstjóra að vinna að málinu í samræmi við umræðu á fundinum.
b. LM ræddi um óafgreitt erindi vegna beiðni um eldsneytissölu á lóð við Fiskislóð.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:30