Ár 2017, föstudaginn 8. desember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

Kristín Soffía Jónsdóttir
Þórlaug Ágústsdóttir
Einar Brandsson
Björgvin Helgason
Björn Blöndal
Líf Magneudóttir

Varafulltrúi:

Árni Hjörleifsson
Halldór Halldórsson

Áheyrnarfulltrúar:

Þorsteinn F. Friðbjörnsson
Ingibjörg Valdimarsdóttir

 
Auk þess sátu fundinn: Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi, Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
 

 1. Gjaldskrármál – tillaga að breytingu á gjaldskrá vegna reglna um móttöku á sorpi.

Gerð var grein fyrir þeim breytingum sem lagðar eru til.  Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá.

 1. Starfsdagur stjórnar.

Samþykkt að halda starfsdag stjórnar 9. febrúar 2018 á Akranesi.

 1. Geirsgötureitur – verbúðir. Hugmynd að samkomulagi við Borgarsögusafn um endurnýjun húsakönnunar á svæðinu.

Hafnarstjórn samþykkir að húsakönnnun fyrir verbúðarreitinn við Suðurbugt verði endurnýjuð.

 1. Hafnarhúsið – tvær tillögur um útlit og innra skipulag.

Gerð var grein fyrir tveimur hugmyndum að útliti og innra skipulagi Hafnarhússins.

 1. Breyting á ákvæðum samningsdraga Faxaflóahafna sf. og Reykjavíkurborgar vegna sölu á landi í Sævarhöfða 33. Drög að kaupsamningi ásamt minnisblaði borgarlögmanns dags. 6.12.2017.

Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi breytingu á samningnum.
HH situr hjá við afgreiðslu málsins.

 1. Lífeyrisauki – greiðsla vegna viðbótarframlags til Lífeyrissjóðsins Brúar.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.

 1. Erindi Byggðasafnsins að Görðum um styrk – ný grunnsýning.

Byggðasafnið í Görðum Akranesi vinnur að nýrri grunnsýningu safnsins en núverandi grunnsýning hefur að mestu leyti staðið óbreytt frá opnun sýningarinnar í núverandi húsnæði árið 1974.  Útgerðarsaga verður sem fyrr fyrirferðamikil í nýrri grunnsýningu. Meðal veigameiri efnisþátta sýningarinnar verður að leggja aukna áherslu á svæðisbundna útgerðarsögu Akraness og Hvalfjarðarsveitar m.a. með þrívíddarlíkani af kútter Sigurfara, hljóðleiðsögn, sýningu á gömlum kvikmyndum og ljósmyndum. Með verkefninu er ætlunin að bæta þekkingu nýrra kynslóða á arfleifð eldri kynslóða og jafnframt að gefa innlendum sem erlendum gestum innsýn í sérstöðu svæðisins.

Akraneshöfn og Grundartangahöfn, nú hluti Faxaflóahafna, hafa söguleg og sterk tengsl við útgerðarsögu svæðisins. Í tilefni af vinnu við nýja grunnsýningu safnsins samþykkir stjórn Faxaflóahafna sf. að styrkja safnið um 2,5 m.kr.

 1. Skipulagsmál:

Hafnarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að senda hana umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur til formlegrar meðferðar.

 • Erindi Landberg ehf., 4.12.2017 um stækkun lóðar að Köllunarklettsvegi 2 þar sem óskað er eftir stækkun á vörugeymslu vegna aukinna umsvifa.

Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið en óskar eftir nánari skilgreiningu á stækkun lóðar, aðkomum og frágangi við aðliggjandi lóð.

 • Erindi Reykjavik Sightseeing Invest ehf. vegna Fiskislóðar 16 þar sem óskað er eftir aðrein vegna fólksflutningabifreiða skv. meðfylgjandi afstöðumynd. Minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 5.12.2017.

Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu.

 1. Akraneshöfn – starfsemi fiskmarkaðar og fasteignamál.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.

 1. Undirbúningur og framkvæmd viðhaldsdýpkunar og annarra dýpkunarverkefna. Minnisblað aðstoðarhafnarstjóra dags. 29.11.2017.

Lagt fram.  Samþykkt að senda minnisblaðið Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

 1. Afrit bréfs samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis til Reykjavíkurborgar dags. 10.11.2017 varðandi aðkomu ráðherra að viðræðum Reykjavíkurborgar og Vegagerðar varðandi Sundabraut.

Lagt fram.

 1. Forkaupsréttarmál
 • Erindi dags. 4. desember 2017, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti að eignarhluta að Fiskislóð 45 fastanr. 228-4618 og 228-4612. Kaupandi GAGF ehf. kt. 711207-1390. Seljandi Apótek Vesturlands ehf. kt. 510806-0850.
 • Erindi dags. 5. desember 2017, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti að eignarhluta að Fiskislóð 45 fastanr. 339-6858. Kaupandi Tröllaferðir ehf. kt. 430316-1760. Seljandi 1977 ehf. kt. 421111-0810.

Hafnarstjórn staðfestir að fallið er frá forkaupsrétti eignanna enda sé starfsemi innan skilmála deiliskipulags og lóðarleigusamninga.

Fleira ekki gert
Fundi slitið kl.  10:20