Ár 2019, föstudaginn 8. mars kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.

Mætt:
Kristín Soffía Jónsdóttir
Örn Þórðarson
Valgerður Sigurðardóttir
Ragnar B. Sæmundsson
Daníel Ottesen
Skúli Helgason

Varamenn:
Pawel Bartoszek
Lilja Björg Ágústsdóttir

Áheyrnarfulltrúar:
Ólafur Adolfsson
Júlíus Víðir Guðnason

Auk þess sátu fundinn: Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi, Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem ritaði fundargerð.

1. Ársreikningur Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2018 ásamt skýrslu endurskoðenda, ársreikningur Menntunarsjóðs Þórarins Kristinssonar fyrir árið 2018 og ársreikningur Halakots ehf. Greinargerð hafnarstjóra með ársreikningi Faxaflóahafna sf.
Á fundinn voru mættir endurskoðendur félagsins Theodór S. Sigurbergsson lögg. endurskoðandi, Stefán Þór Ingvarsson frá Grant Thornton endurskoðun ehf., og Auður M. Sigurðardóttir, fjármálastjóri. Farið var yfir fyrirliggjandi ársreikninga og greinargerð hafnarstjóra.
Hafnarstjórn samþykkir ársreikningana.

ÖÞ og VS leggja fram eftirfarandi bókun:
„Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í Reykjavíkurborg leggja fram eftirfarna bókun:
Tekið er undir þá niðurstöðu að ársreikningur Faxaflóahafna beri með sér trausta stöðu og því ber að fagna. Áréttað er að hafa verður í huga að stór verkefni eru framundan og þar sem við teljum að Faxaflóahafnir ættu að treysta á eigin fjárhagsgetu til fjármögnunar framkvæmda er traust fjárhagsstaða mikilvæg. Með hliðsjón af því er þess óskað að tekið verði tillit til þessa sjónarmiðs í nýrri eigendastefnu Faxaflóahafna sem nú er í vinnslu.“

2. Drög að áhættustefnu.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir meginefni draga að áhættustefnu, en stefnan verður tekin til afgreiðslu á næsta fundi hafnarstjórnar.

3. Innri endurskoðun. Innra eftirlit – eftirfylgni.
Fyrir fundinum lá áfangaskýrsla Innri endurskoðunar vegna innra- eftirlits. Farið var yfir stöðu einstakra verkefna.

4. Upplýsingatækni – Neyðaráætlun – útgáfa 1.6.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir efni stefnunnar og var hún samþykkt.

5. Erindi Reykjavík Street Food, ódags., um afnot af Miðbakkasvæði (bílastæði) vegna götubitahátíðar í júlí 2019, auk umsóknar um styrk til verkefnisins.‘
Skipulagsfulltrúa falið að ræða við bréfritara. Hafnarstjórn getur ekki orðið við beiðni um fjárstyrk.

6. Könnun Faxaflóahafna sf. varðandi aðstöðu smábataútgerða dags. í mars 2019.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir niðurstöðu könnunarinnar. Hafnarstjórn samþykkir að viðlega smábáta í útgerð verði færð yfir í Vesturbugt. Hafnarstjóra falið að ræða við fulltrúa smábátaeigenda um aðgerðir til að efla útgerð smábáta frá Reykjavík og Akranesi.

7. Ýmis viðskiptamál.
Hafnarstjóri greindi frá nokkrum málum sem varða viðskiptavini fyrirtækisins og verkefni á vegum hafnarinnar.

Fleira ekki gert
Fundi slitið kl. 10:45