Ár 2019, föstudaginn 17. maí kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.

Mætt:

            Kristín Soffía Jónsdóttir
            Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
            Örn Þórðarson
            Valgerður Sigurðardóttir
            Ragnar B. Sæmundsson
            María Júlía Jónsdóttir
            Daníel Ottesen
            Skúli Helgason

Áheyrnarfulltrúar:

            Ólafur Adolfsson

Auk þess sátu fundinn: Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi, Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem ritaði fundargerð.

 1. Drög að ársskýrslu Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2018.
  Lögð fram.

 2. Greinargerð Reykjavíkurborgar með ársreikningi Faxaflóahafna sf.
  Lögð fram.

 3. Fjörusteinn – tillaga.
  Lagðar fram tillögur að aðilum sem til greina koma varðandi tilnefningu á Fjörusteininum. Hafnarstjórn er sammála um tilnefningu til viðurkenningarinnar, sem verður birt á aðalfundi félagsins þann 21. júní n.k.

 4. Samþykkt tilboð um sölu fasteignarinnar Faxabraut 3, Akranesi.
  Hafnarstjórn staðfestir samþykkt tilboðsins.

 5. Efnisatriði skoðunar á hafnarþjónustu.
  Hafnarstjóra falið að leita tilboðs í verkefnið.

 6. Nafngift á nýjum hafnarbakka utan Klepps. Minnisblað aðstoðarhafnarstjóra dags. 2.5.2019.
  Hafnarstjórn samþykkrit tillögu um að nýr hafnarbakki utan Klepps verði kallaður Sundabakki, en eldri bakki með því nafni verði kallaður Vatnagarðabakki.

 7. Tillaga frá skipulagsfulltrúa um aðgerðir á Miðbakka ásamt kostnaðaráætlun.
  Hafnarstjórn samþykkir tillöguna.

 8. Boð á aðalfund Spalar ehf. Þann 29. maí á Akranesi.
  Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins og er honum falið að fara með umboð hafnarinnar á fundinum.

 9. Skipulagsmál:
  a) Fyrirspurn Þingvangs ehf. dags. í apríl 2019 um heimild til að setja upp íbúðarhúsnæði til skammtímanota á lóðunum Köllunarklettsvegar 3-5, Reykjavík.
  Hafnarstjórn samþykkir að óska eftir umsögn skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.

  b) Minnisblað forstöðumanns tæknideildar dags. 14.5.2019 varðandi beiðni um stækkun lóðarinnar nr. 2 við Köllunarklettsveg.
  Samþykkt að heimila lóðarhafa að óska eftir formlegri breytingu á deiliskipulagi.

  c) Spennistöð á Faxagarði – staðsetning og útlit.
  Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir útliti og staðsetningu fyrirhugaðrar spennistöðvar á Faxagarði.

 10. Forkaupsréttarmál:
  a) Erindi Sjávarbakkans ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Fiskislóð 31, Reykjavík. Fastanr. 250-0256. Kaupandi Ívar Valgarðsson.

  b) Erindi Sjávarbakkans ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Fiskislóð 31, Reykjavík. Fastanr. 250-0264. Kaupandi Fiseind ehf.

  c)Erindi Sjávarbakkans ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Fiskislóð 31, Reykjavík. Fastanr. 230-7077. Kaupandi Krunk sf.
  Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti enda sé starfsemi í samræmi við lóðarleigusamning og deiliskipulag.

 11.  Önnur mál.
  a) Minnisblað forstöðumanns rekstrardeildar varðandi mótvægisaðgerðir í umhverfismálum dags. 14.5.2019.
  Lagt fram.

  b)Fasteigna og lóðamál.
  Hafnarstjóri gerði grein fyrir málum varðandi fasteignir og lóðir í Sundahöfn.

  c) Eigendastefna – staða mála.
  ÞLÞ gerði grein fyrir stöðu málsins.

  d) Aukafundur stjórnar.
  Formaður greindi frá því að boðað verði til aukafundar í stjórn í júní.

  e) Landgerð í Sævarhöfða og skil eigna til borgar.
  Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu.

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 11:10