Ár 2019, mánudaginn  26. ágúst kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.

Mætt:

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Örn Þórðarson
Ragnar B. Sæmundsson
Marta Guðjónsdóttir
Magnús Már Snorrason
Daníel Ottesen
Skúli Helgason

Varamenn:

          Sabine Leskopf

Áheyrnarfulltrúar:

Ólafur Adolfsson
Guðbjörg Erna Erlingsdóttir

Auk þess sátu fundinn: Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi, Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri og Gísli Gíslason, hafnarstjóri,  sem ritaði fundargerð.

  1. Ný stjórn starfsmannafélags Faxaflóahafna sf. 2019-2020.

Lagt fram.

  1. Rekstrar- og framkvæmdauppgjör fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2019.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir uppgjöri rekstrar og framkvæmda fyrir fyrstu sex mánuði ársins.

  1. Fjárhagsrammi fjárhagsáætlunar ársins 2020.
    • Tekjur og rekstrargjöld
    • Sérverkefni í rekstri
    • Eignabreytingar

Hafnarstjóri fór yfir vinnugögn og ramma að fjárhagsáætlun ársins 2020.

Rætt var um ýmis verkefni sem tengjast áætlanagerðinni. Áætlunin verður tekin til afgreiðslu á næsta fundi stjórnar þann 20. september.

  1. Tillaga að samræmdum merkingum á hafnarsvæðum.

Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir tillögu að samræmdum merkingum.  Hafnarstjórn tekur jákvætt í tillöguna.  Samþykkt að senda skipulagsnefndum í Reykjavík, Akranesi, Borgarbyggð og Hvalfjarðarsveit kynninguna til upplýsingar.

  1. Til afgreiðslu: Lóða- og skipulagsmál:
    • Erindi eigenda Hafnarbúða, Geirsgötu 9 um skoðun á tillögu að byggingu á lóðinni Geirsgata 7. Minnisblað Borgarsögusafns um stöðu húsakönnunar dags. 9.7.2019.

Hafnarstjórn getur ekki fallist á hugmyndir lóðarhafa og er skipulagsfulltrúa falið að koma sjónarmiðum hafnarinnar á framfæri.

  • Erindi Megin lögmannsstofu dags. 8.7.2019 h. Opus fasteignafélags ehf. um aðilaskipti að úthlutun lóðarstækkunar að Fiskislóð 71.

Gerð var grein fyrir stöðu málsins.  Hafnarstjórn óskar eftir frekari upplýsingum um feril og stöðu málsins.

  • Drög að tillögu á Línbergsreit.

ÓA vék af fundi undir þessum lið. Málið kynnt. Að kynningu málsins fyrir skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar verður málið tekið fyrir að nýju til afgreiðslu.

  1. Ársreikningur Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf. ásamt rekstrar- og framkvæmdaáætlun og bréfi stjórnar til eigenda dags, 24.6.2019.

Ársreikningur vatnsveitufélagsins staðfestur og rekstraráætlun félagsins staðfest.

  1. Áfangaskýrsla Gunnars Harðar Sæmundssonar dags. 15. apríl 2019 um rafmagnsmál. Minnisatriði hafnarstjóra varðandi landtengingar skipa.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir meginefni skýrslunnar og þeirri vinnu sem er í gangi varðandi mögulegar háspennutengingar skipa.

  1. Forkaupsréttarmál:
    1. Erindi Sjávarbakkans ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Fiskislóð 31, Reykjavík. Fastanr. 250-0265. Kaupandi Eldhrímnir ehf.
    2. Erindi Nökkva Travel um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Fiskislóð 45, Reykjavík. Fastanr. 229-6859. Kaupandi Tröll Fasteignir ehf.
    3. Erindi Reir ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni Eyjarslóð 9, Reykjavík. Fastanr. 221-7920 merkt 02-0102. Kaupandi Fasta eignarhaldsfélag ehf.

Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að starfsemi sé innan deiliskipulags og lóðarleigusamninga.

  1. Önnur mál:

Gerð var grein fyrir ofangreindum málum.

Fleira ekki gert,

fundi slitið kl. 11:15

FaxaportsFaxaports linkedin