Ár 2019, föstudaginn  11. október kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.

Mætt:
Skúli Helgason, formaður
            Örn Þórðarson
            Ragnar B. Sæmundsson
            Marta Guðjónsdóttir
            Magnús Már Snorrason
            Daníel Ottesen
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir

Varamenn:
            Pawel Bartoszek

Áheyrnarfulltrúar:
            Ólafur Adolfsson
            Guðbjörg Erna Erlingsdóttir

Auk þess sátu fundinn: Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi, Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Gunnar Tryggvason, aðstoðarhafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri,  sem ritaði fundargerð.

  1. Samantekt um Sundabraut samkvæmt samþykkt stjórnar frá 20.9.2019.
    Hafnarstjóri gerði grein fyrir meginatriðum minnisblaðsins.
    Stjórn tekur undir með hafnarstjóra að út frá hagsmunum hafnarinnar og þeirrar samfélagslega mikilvægu starfsemi sem fram fer í Sundahöfn þá sé enginn vafi að jarðgöng eru hagfelldari kostur við þverun Kleppsvíkur.  Hinn megin valkosturinn sem nú er til umræðu, lágbrú hefur almennt neikvæð áhrif á þróunarmöguleika Sundahafnar, tekjuþróun hafnarinnar og leiðir af sér fjárfestingarþörf, sem ekki er tímabær í dag.  Að auki er ljóst að lágbrú myndi hafa veruleg og jafnvel afdrifarík áhrif á starfsemi margra fyrirtækja á svæði sem yrðu innan brúar og hefði í för með sér mikinn samfélagslegan kostnað í uppbyggingu nýrra mannvirkja sem á endanum myndi ekki síst lenda á skattgreiðendum.  Nauðsynlegt er að vinna mun nákvæmari greiningar á þessum valkostum, þ.m.t. með tilliti til kostnaðar – ábatagreiningar og umhverfisáhrifa.
  2. Gjaldskrármál
    Hafnarstjóri fór yfir nokkur mál varðandi form og gerð gjaldskrár.  Samþykkt að fara yfir ýmsa þætti gjaldskrárinnar á vinnudegi stjórnar í nóvember.
  3. Framkvæmdir við Ægisgarð – úthlutun smáhýsa. Minnisblað og tillaga skipulagsfulltrúa dags. 8.10.2019.
    Gerð var grein fyrir stöðu mála varðandi úthlutun smáhýsa og framkvæmdir við Ægisgarð.  Hafnarstjórn staðfestir tillögu skipulagsfulltrúa um úthlutun smáhýsa í þessum áfanga verkefnisins og heimilar hafnarstjóra að ganga frá afnotasamningum með fyrirvara um að viðkomandi fyrirtæki uppfylli kröfur reglna um afnot smáhýsanna.
  4. Samkomulag við Reykjavíkurborg, Veitur, Cambridge Plaza Hotel Company ehf., Húsfélagið Austurbakki 2 ehf. og Austurhöfn dags. 17.9.2019 varðandi framkvæmdir á Austurbakka.
    Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samkomulag.
  5. Endurfjármögnun langtímaláns. Minnisblað hafnarstjóra og fjármálastjóra dags. 7.10.2019.
    Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að endurfjármögnun á grundvelli tilboðs Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
  6. Skipulagsmál:
    a) Erindi Reykjavíkurborgar dags. 30.8.2019 þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að staðsetningu smáhýsa.
    Afgreiðslu málsins frestað.
    PB og MG véku af fundi.
    b) Fyrirspurn Ásmundar Einarssonar f.h. Vöku um nýtingu lóðarinnar nr. 2 við Héðinsgötu ásamt minnisblaði skipulagsfulltrúa dags. 8.10.2019.
    Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við að fyrirhugaða starfsemi í húsinu enda rúmist hún innan ákvæða aðalskipulags og verði að hámarki til tveggja ára miðað við næstu áramót.
  7. Umhverfismál:
    a) Drög að erindisbréf starfshóps Veitna, Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna sf. um landtengingar.
    b) Drög að yfirlýsingu hafna á Norðurlöndum um samstarf á sviði landtenginga.
    c) Minnisblað forstöðumanns rekstrarsvið dags. 2.10.2019 frá fundi í Kaupmannahöfn 24.9 s.l. um landtengingar farþegaskipa.
    Farið var yfir fyrirliggjandi gögn og þau lögð fram.
  8. Forkaupsréttarmál:
    a) Erindi Lifa ehf.  um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Köllunarklettsvegur 4, Reykjavík. Fasta nr. 223-2369. Kaupandi Svell ehf.
    Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti eignarinnar með venjulegum fyrirvara um að starfsemin falli að lóðarleigusamningi og deiliskipulagi.
  9. Beiðnir um styrki:
    a) Erindi áhugahóps um íslenska vesturfara ódags. um styrk til að gera gagnagrunn um vesturfara og Íslandstengsl afkomenda þeirra.
    b) Beiðni Staðlaráðs dags,. 26.8.2019 um styrk til þýðingar á staðlinum ÍST En ISO 45001.
    Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindunum.
  10. Önnur mál:
    a) Starfsdagur stjórnar 8.11.2019.
    b) Málþing Faxaflóahafna 5. nóvember 2019 í Hörpu.
    c) Kjarasamningsmál.
    d) Hugmynd að verkefni – til upplýsingar.
    Gerð var grein fyrir ofangreindum málum.

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:50

FaxaportsFaxaports linkedin