Ár 2020, föstudaginn 13. nóvember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman um fjarfundarbúnað og hófst fundurinn kl. 09:00

Um fjarfundarbúnað:

Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður
Örn Þórðarson
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Skúli Helgason
Ragnar B. Sæmundsson
Magnús Smári Snorrason
Daníel Ottesen
Marta Guðjónsdóttir

Áheyrnarfulltrúar:

Ólafur Adolfsson
Elliði Aðalsteinsson

Auk þess voru Inga Rut Hjaltadóttir forstöðumaður tæknideildar, Gunnar Tryggvason og Magnús Þór Ásmundsson, hafnarstjóri, sem ritaði fundargerð.

1. Öryggi og umhverfi.
Hafnarstjóri fór yfir öryggis- og umhverfismælikvarða. Fjarveruslys í nóvember þegar hafnsögumaður ökklabrotnaði þegar hann rann í stiga í skipi. Farið var yfir framvindu landtengingaverkefnis. Sýnilegt að ekki verði hægt að standast upphafleg tíaáætlun. Afhending búnaðar tefst v. Covid, óvissa v. Sundabrautar o.fl.

2. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra.
Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra.

3. 9 mánaða uppgjör og rekstaryfirlit jan-okt 2020.
Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra.

4. Forkaupsréttarmál:
a) Erindi Sjávarbakkans ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Fiskislóð 31, Reykjavík. Fasta nr. 250-0262. Kaupandi Glo Rentals ehf.
b) Erindi Stálsmiðjunnar-Framtaks ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni að Klafastaðavegi 2, Hvalfjarðarsveit. Fasta nr. 231-5416. Kaupandi Skipavík ehf.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að afnot lóðar falli að gildandi deiliskipulagi og lóðarleigusamningi.

5. Staða fjárfestingarverkefna
a. Dýpkun við Sundabakka.
Tilboði belgíska fyrirtækisins Jan De Nul í verkið var tekið. Tilboð fyrirtækisins var 24% af kostnaðaráætlun. Áætlað er að verkið hefjist fyrir nóvemberlok og að því ljúki á 12 dögum.
b. Mat á umhverfisáhrifum á Sundahafnarsvæði.
Engar athugasemdir bárust við drögum að tillögu að matsáætlun. Tillaga að matsáætlun hefur verið send Skipulagsstofnun.

6. Grænn viðskiptahraðall.
Lagt fram og kynnt. Hafnarstjóra er falið að ganga til samninga um Grænan viðskiptahraðal.

7. Grundartangi.
Hafnarstjóra er falið að fara í viðræður við Hvalfjarðarsveit um samning milli FFH og Hvalfjarðarsveitar með það fyrir augum að orðalag samningsins styðji við áform um grænan iðngarð. FFH munu vinna undirbúningsvinnu til að skapa traust um grænan iðngarð á Grundartanga.

8. Hugmyndir um uppbyggingu á Miðbakka.
Undirritaðir fulltrúar í stjórn Faxaflóahafna, Kristín Soffía Jónsdóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Skúli Þór Helgason, Daníel Ottesen, Ragnar B. Sæmundsson, Magnús Smári Snorrason og Ólafur Adolfsson, árétta umsögn Faxaflóahafna um fyrirspurn Yrki arkitekta varðandi mögulega uppbyggingu á reitum 11, 13 og 15 við Geirsgötu. Ljóst er að hugmyndir Yrki arkitekta samræmast engan veginn stefnu Faxaflóahafna varðandi framtíðarskipulag á Miðbakkanum.
Örn Þórðarson og Marta Guðjónsdóttir fulltrúar í stjórn Faxaflóa-hafna harma málsmeðferð þá sem viðhöfð var þegar lóðarhafi á Geirsgötu 11 vildi leita eftir samstarfi við hafnarstjórn og borgaryfirvöld vegna hugmynda um uppbyggingu á Miðbakka. Eðlilegt hefði verið að ræða málið í hafnarstjórn og leyfa kynningu á áformum lóðarhafa og áhuga. Fulltrúarnir lýsa yfir vilja til samtals við áhugasama aðila sem hagsmuni eiga þar. Óskað er eftir því að málið, útfærslur þess og önnur uppbyggingaráform á svæðinu, fái þá kynningu í stjórn Faxaflóahafna sem nauðsynleg er talin. Sömuleiðis að neikvæð umsögn hafnarstjórnar verði afturkölluð án tafar. Málið þarf að afgreiða með réttum hætti.

9. Jól á Miðbakkanum
Hugmyndir um jólaskreytingar og viðburði á Miðbakka fyrir jól kynntar.

10. Stjórnsýslukæra v. byggingar masturs í Gufunesi.
Lagt fram og kynnt.

Fleira ekki og fundi slitið kl. 11:20.

FaxaportsFaxaports linkedin