Ár 2021, föstudaginn 23. apríl kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman um fjarfundarbúnað og í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 9:00

Mætt

Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður

Um fjarfundarbúnað:

Ragnar B. Sæmundsson
Daníel Ottesen
Marta Guðjónsdóttir
Örn Þórðarson
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Skúli Helgason
Lilja Björg Ágústsdóttir
Ólafur Adolfsson, áheyrnarfulltrúi
Elliði Aðalsteinsson, áheyrnarfulltrúi

Auk þeirra voru Inga Rut Hjaltadóttir sviðsstjóri Framkvæmdasviðs, Gunnar Tryggvason, sviðsstjóri Viðskiptasviðs og Magnús Þór Ásmundsson, hafnarstjóri, sem ritaði fundargerð.

1. Öryggi, heilsa og umhverfi
Minnisblað ÖHU-stjóra lagt fram og kynnt af hafnarstjóra. Ekki höfðu orðið alvarleg öryggisatvik frá síðasta fundi en lítilsháttar meiðsl þegar starfsmaður féll við uppstig á Borgarnesbryggju. Aðstaðan var bætt.
Lítilsháttar tjón varð á dráttarbátnum Phoenix við þjálfun.
Glussaleki varð frá gámakrana á Grundartanga og var brugðist við með mengunarvarnarbúnaði hafnarinnar. Mengunar varð vart hjá olíuskipi við Kleppsbakka og er málið í rannsókn.

2. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra
Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra.

3. Forkaupsréttarmál:
a. Erindi Sjávarbakkans ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Fiskislóð 31, Reykjavík. Fasta nr. 250-0247. Kaupandi Verkfræðistofa F.H.G ehf.
b. Erindi Sjávarbakkans ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Fiskislóð 31, Reykjavík. Fasta nr. 250-0243. Kaupandi Tripical Ísland ehf.
c. Erindi S Hochuli eignarhaldsfélags ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni að Grandagarði 101, Reykjavík. Fastanr. 200-0123. Kaupandi Himalaya ehf.
d. Erindi SH fasteigna ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Skútuvogi 11a, Reykjavík. Fasta nr. 202-0957. Kaupandi Perroy ehf.
e. Erindi RA 5 ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Fiskislóð 53 fastanr. 200-0053 og í Fiskislóð 57-59 fastanr. 200-0056, Reykjavík. Kaupandi Björn ehf.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að afnot lóðar falli að gildandi deiliskipulagi og lóðarleigusamningi

4. Skipulag og framkvæmdir
a. Uppgjör söluhúsa
Lagt fram og kynnt af sviðsstjóra Framkvæmdasviðs.
b. Matsalur/Starfsmannaaðstaða í Hafnarhúsi
Hugmynd að matsal og starfsmannaaðstöðu á 3. hæð Hafnarhúss kynnt ásamt grófri kostnaðaráætlun. Samþykkt að halda verkefninu áfram.

5. Viðræður um vetnisframleiðslu á Grundartanga
Sviðsstjóri viðskiptasviðs kynnti. M.a. var farið yfir áhuga erlendra aðila á mögulegri framleiðslu vetnis og vetnisafleiða til útflutnings frá Grundartanga. Faxaflóahafnir hafa hafið vinnu um mat á umhverfisáhrifum til að hraða ferli mögulegs verkefnis.
Ólafur Adólfsson upplýsti stöðu mála í rafeldsneytisverkefni Þróunarfélagisns Grundartanga.

6. Þróun Sundahafnar
Sviðsstjóri viðskiptasviðs kynnti. Framkvæmd við Sundabraut kallar á vinnu við skipulag og þróun hafnarsvæðisins. Faxaflóahafnir eru í viðræðum við erlenda ráðgjafa um aðkomu að verkefninu. Verkefnið verður jafnframt unnið með samtali við hagaðila.

7. Farþegaskip 2021
Nokkuð er ennþá bókað af komum farþegaskipa en afbókanir berast með stuttum fyrirvara. Áhugi á komum til Reykjavíkur er mikill þegar áhrifum farsóttar sleppir. Fjórar útgerðir hafa boðað komur skipa með farþegaskipti sem er jákvæð þróun fyrir ferðaþjónustu almennt.

8. Rekstur þjónustuhúss á Skarfabakka
Samstarfssamningur við Drífu ehf. um rekstur þjónustuhúss á Skarfabakka rennur út 30. apríl 2021. Samþykkt var að gera áframhaldandi samning við Drífu til tveggja ára. Greiðsluplan og þjónustustig verða til umræðu fyrir samning.

9. Starfsáætlun stjórnar
Stjórn samþykkti að vinna að starfsáætlun stjórnar. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Örn Þórðarson, Ólafur Adolfsson og Kristín Soffía Jónsdóttir munu vinna þá vinnu. Stefnt að því að leggja tillögu að starfsáætlun fyrir næsta stjórnarfund.

10. Önnur mál
Marta Guðjónsdóttir og Örn Þórðarson leggja fram fyrirspurn: „Óskað er upplýsinga um hvað Guðjón Friðriksson sagnfræðingur hafi fengið greitt fyrir skrif sín um Sögu hafnarinnar og önnur ritstörf fyrir Faxaflóahafnir.“

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:00.