Ár 2023, föstudaginn 10. mars kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 9:30

Mætt:
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður
Már Másson
Ragnheiður H. Magnúsdóttir
Guðmundur Ingþór Guðjónsson
Helga Harðardóttir
Páll Brynjarsson

Hildur Björnsdóttir boðaði forföll

Auk þeirra voru á fundinum Inga Rut Hjaltadóttir sviðsstjóri framkvæmdasviðs og Gunnar Tryggvason hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

1. Öryggi, heilsa og umhverfi
Mánaðarskýrsla öryggisstjóra lögð fram til kynningar og rædd. Hvorki hefur orðið fjarveruslys né skyndihjálparslys frá síðasta fundi.

2. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra
Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra.

3. Starfsreglur stjórnar
Breytingar á starfsreglum stjórnar sem komu til kynningar á síðasta fundi voru samþykktar samhljóða.

4. Starfskjaranefnd
Starfsreglum starfskjaranefndar sem komu til kynningar á síðasta fundi voru samþykktar samhljóða.
Formaður bar fram tillögur um skipan nefndarinnar og þóknun og voru þær samþykktar samhljóða. Í nefndinni sitja Hildur Björnsdóttir formaður, Már Másson og Sigrún María Guðjónsdóttir. Ólafur Ólafsson, mannauðsstjóri Faxaflóahafna mun starfa með nefndinni eftir þörfum.

5. Stjórnarhættir
Helga Hlín Hákonardóttir frá ráðgjafarfyrirtækinu Strategíu kom á fundinn og kynnti fyrir stjórn helstu atriði góðra stjórnarhátta og svaraði spurningum fundarmanna.

6. Arðgreiðslustefna
Jón Garðar Jörundsson, sviðstjóri viðskipta ásamt Magnúsi Erlendssyni og Agnesi Ísleifsdóttur frá KPMG komu á fundinn. Kynntu þau tillögu að arðgreiðslustefnu Faxaflóahafna og svöruðu spurningum fundarmanna.

7. Áhættumat rekstar
Ástríður Elín Jónsdóttir, gæða- og umhverfisstjóri kom á fundinn og kynnti áhættumat rekstrar og svaraði spurningum fundarmanna.

8. Önnur mál
• Tilnefning í valnefnd og viðræðunefnd vegna Farþegamiðstöðvar
Inga Rut Hjaltadóttir, sviðsstjóri framkvæmdarsviðs kynnti fyrirkomulag á samstarfsamkeppni um farþegamiðstöð. Stjórn fól stjórnarformanni að ganga frá tilnefningum í valnefnd og viðræðunefnd í samráði við hafnarstjóra.

Fundi slitið kl. 12:00

FaxaportsFaxaports linkedin