Ár 2023, föstudaginn 30. júní kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 11:00

Mætt:
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður
Hildur Björnsdóttir (í fjarfundarbúnaði)
Már Másson
Ragnheiður H. Magnúsdóttir
Guðmundur Ingþór Guðjónsson
Helga Harðardóttir
Páll Brynjarsson

Auk þeirra voru á fundinum Inga Rut Hjaltadóttir sviðsstjóri framkvæmdasviðs og Gunnar Tryggvason hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

1. Öryggi, heilsa og umhverfi
Mánaðarskýrsla öryggisstjóra lögð fram til kynningar og rædd. Eitt fjarveruslys og tvö skyndihjálparslys hafa orðið frá síðasta fundi.

2. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra
Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra og rætt.

3. Farþegamiðstöð við Skarfbakka
Jón Garðar Jörundsson sviðsstjóri viðskipta kom á fundinn og kynnti ásamt Ingu Rut Hjaltadóttur sviðsstjóra framkvæmdarsviðs uppfært arðsemismat farþegamiðstöðvar og niðurstöður úr samstarfssamkeppni um hönnun og byggingu hennar. Svöruðu þau jafnframt spurningum fundarmanna.

4. Fjárfestingaáætlun
Jón Garðar Jörundsson sviðsstjóri viðskipta og Inga Rut Hjaltadóttir sviðsstjóri framkvæmdasviðs kynntu gildandi fjárfestingaáætlun auk breytinga sem stjórnendur vinna nú að og verða lagðar fyrir stjórn við vinnslu fjárhagsáætlunar 2024.

5. Arðgreiðsla og breyting á arðgreiðslustefnu
Fyrir fundinn lá tillaga um orðalagsbreytingu á arðsgreiðslustefnu og var hún samþykkt samhljóða.

Stjórnarformaður lagði til að gerð yrði tillaga til aðalfundar um að arðgreiðsla til eigenda fyrir rekstrarárið 2022 yrði 1.646 milljónir króna, sem skiptist á eignaraðila eftir eignarhlutföllum. Hildur Björnsdóttir sat hjá við atkvæðagreiðsluna en aðrir stjórnarmenn samþykktu tillöguna og telst hún því samþykkt.

6. Grænt bókahald 2022
Helgi Laxdal, sviðsstjóri innviða og Ástríður Elín Jónsdóttir, gæða- og umhverfisstjóri komu á fundinn og kynntu Grænt Bókhald Faxaflóahafna fyrir 2022 auk yfirlit yfir losun skipa í höfnum Faxaflóahafna og svöruðu spurningum fundarmanna.

7. Fiskislóð 27, breyting á deiliskipulagi
Ólafur Melsteð skipulagsfulltrúi Faxaflóahafna kom á fundinn og kynnti tillögu um breytt deiliskipulag fyrir lóðina Fiskislóð 27. Í tillögunni felst m.a. sú breyting að heimilið verður starfsemi gististaðar í flokki II og flokki III, og er það í samræmi við nýgerðar breytingar á aðalskipulagi.

Var tillagan samþykkt samhljóða.

8. Önnur mál
Starfsáætlun stjórnar og dagskrá aðalfundar 2023 voru lögð fram til kynningar.

Fundi slitið 13:20

FaxaportsFaxaports linkedin