Ár 2024, föstudaginn 22. mars kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman á fjarfundi og hófst fundurinn kl. 9:00

Mætt:
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður
Hildur Björnsdóttir
Már Másson
Ragnheiður H. Magnúsdóttir
Guðmundur Ingþór Guðjónsson
Helga Harðardóttir
Páll Brynjarsson

Auk þeirra voru á fundinum Inga Rut Hjaltadóttir, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

1. Öryggi, heilsa og umhverfi

Mánaðarskýrsla öryggisstjóra lögð fram til kynningar og rædd

2. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra

Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra og rætt

3. Forkaupsréttarmál:
Hafnarstjóri kynnti að fallið hafi verið frá forkaupsrétti eftirfarandi fasteigna með venjulegum fyrirvara um að afnot lóða falli að gildandi deiliskipulagi og lóðarleigusamningum:
a. Erindi Hólmaslóð ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eign í Hólmaslóð 2, Reykjavík. Fasta nr. 226-1524. Kaupandi Heimseignir ehf.

4. Áhættuyfirlit
Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, gæða- og umhverfisstjóri kom á fundinn undir þessum lið og kynnti uppfært áhættumat rekstrar og svaraði spurningum fundarmanna.

5. Skemmtiferðaskip, losun og lausnir
Hafnarstjóri fór yfir kynningu á leiðum til að draga úr losum bæði gróðurhúsalofttegunda og loftmengandi efna frá skipum með áherslu á skemmtiferðaskip og svaraði spurningum fundarmanna.

6. Samskiptaáætlun
Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri kom á fundinn undir þessum lið og kynnti drög að samskiptaáætlun vegna komandi sumarvertíðar og svaraði spurningum fundarmanna

7. Fundargerð starfskjaranefndar – til kynningar
Fyrir fundinum lá fundargerð starfskjaranefndar frá 18. mars s.l. og kynnti Hildur Björnsdóttir formaður nefndarinnar efni hennar og svaraði spurningum fundarmanna.

8. Önnur mál
Engin önnur mál

FaxaportsFaxaports linkedin