sildarbraedsluhusNú standa yfir framkvæmdir við gamla síldarbræðsluhúsið á Grandagarði 20, en húsið er í eigu HB Granda hf.  Á síðasta ári var gert samkomulag við HB Granda hf. um úthlutun lóðar undir frystigeymslu, gerð útilistaverks á enda Norðurgarðs og lagfæringu ytra byrðis eigna HB Granda á athafnasvæði félagsin.
HB Grandi hefur ötullega unnið að þessum verkefnum því sem kunnugt er var ný fyrstigeymsla félagsins, Ísbjörnin, tekin í notkun á vordögum.  Þá var kynnt til sögunnar útlistaverk eftir Ólöfu Nordal og standa framkvæmdir við verkið yfir.
Á vordögum hóf HB Grandi endunýjun á ytra byrði gömlu síldarbræðslunnar og má sjá á myndinni hérað neðan hvernig húsið hefur verið hreinsað og gluggar teknir úr áður en framkvæmdir við uppbyggingu þess hefjast. Gamla síldarbræðslan, stundum nefnt Marshall-hús, var byggt á árum nýsköpunar árið 1948 af hlutqafélagi sem Reykjavíkurbær og Kveldúlfur hf. stofnuðu um byggingu nýrrar síldarverksmiðju í Örfirisey.  Verksmiðjan var fyrsta „þurrvinnslu“ bræðsla sinnar tegundar á Íslandi.
Nokkrar breytingar hafa orðið á ásýnd svæðisins á síðustu árum m.a. með flutningi mjöltanka sem stóðu austan við húsið, en tankarnir voru fyrir nokkrum árum fluttir á Vopnafjörð þar sem þeir gegna hlutverki sínu. sildarbraedsla1 Við brottflutning tankanna varð gamla síldarbræðsluhúsið öllum sýnilegt og ánægjuefni að nú skuli húsið fá upplyftingu og útlitsbót – enda um margt merkilegt og fallegt hús.  Allnokkur ár eru síðan bræðslu var hætt í Örfirisey en eftir stendur gamla bræðsluhúsið sem fær nú væntanlega nýtt hlutverk.  Því má halda fram að á síðustu árum hafi byggðin í Örfirisey gengið í gegnum nýsköpun m.a. með uppbyggingu sjóminjasafns, sjávarklasa, fjölbreyttri verslun, þjónustu og menningu auk framkvæmda á lóð HB Granda hf.
Hér til hliðar má svo sjá útlit gömlu síldarbræðslunnar áður en framkvæmdir hófust.

FaxaportsFaxaports linkedin