inger_klein_olsen
Það fer vel á því að óska öllum konum til hamingju með daginn í dag sem helgaður er kvennréttindum og segja frá því að þann 24. júní kemur skemmtiferðaskipið Queen Victoria til hafnar í Reykjavík.Skipstjóri á þessu 90 þúsund brúttórúmlesta skipi er færeysk kona að nafni Inger Klein Olsen.  Inger hefur verið skipstjóri hjá Cunard skipafélaginu í um 10 ár og var hún fyrst kvenna til að taka við þeirri stöðu í 170 ára sögu félagsins.
Prýðilegt viðtal við Inger Klein má sjá með því að smella hér.
Queen Victoria kemur eins og fyrr er nefnt til Reykjavíkur þann 24. júní og fer þann 25. júní – en Inger Klein skipstjóri sýnir svo ekki þurfi nokkur að efast – að konur eru traustir og öruggir skipstjórar á stærstu fleyjum.
 
FaxaportsFaxaports linkedin