_jor4081 
Gaman á Hátíð Hafsins 

Hátíð hafsins var haldin í 15. sinn 1. og  2. júni á Grandagarðinum. Nokkur suddi var á laugardaginn en að öllu jöfnu var veðrið ákjósanlegt til hátíðarhalda. Áætlað er að um það bil 30.000 manns hafi sótt hátíðina báða dagana og hafa gestir aldrei verið fleiri. Auk hátíðarhalda á Grandagarði stóðu Sjómannadagsráð og Faxaflóahafnir fyrir sjómannatónleikum „Óskalög sjómanna“ í Hörpu og voru þeir vel sóttir. Tónleikarnir enduspegluðu sjómannalög liðinna ára enda Sjómannadagurinn 75 ára og 100 ár eru síðan hafist var handa við byggingu Reykjavíkurhafnar og hefur senniolega oft verið haldin hátið af minna tilefni.

Gólettan E´toile frá Frakklandi heimsótti hátíðina og minntist Sendiherra Frakklands þess sérstaklega í ávarpi til gesta að nærvera skútunnar á Hátið hafsins væri m.a. til að minnast hinna mörgu sjómanna frá Bretaníuskaganum sem fórust við strendur Íslands á fyrri tímum.

_jor4561 

Dagskrá Hátíðar hafsins var fjölbreytt og sniðin að öllum aldursflokkum. Áherslan var á hafið og allt sem því tengist og sérstka lukku vöktu hinar mörgu smiðjur þar sem börnin gátu skapað sinn eigin heim við ýmiskonar föndur og listir. Fiskasýning Hafrannsóknarstofnunar vakti athygli að venju og að þessu sinni var gestum boðið að smakka á ýmsu góðgæti úr hafinu svo sem síldarþrennu, makrílkæfu, súrum hval og grilluðu hrefnukjöti. Sjóræningar sigldu með Sæbjörgu um Sundin blá og Færeysku stúlkurnar unnu kappróðurinn að venju.

_jor4081
Gaman á Hátíð Hafsins

Hátíð hafsins var haldin í 15. sinn 1. og  2. júni á Grandagarðinum. Nokkur suddi var á laugardaginn en að öllu jöfnu var veðrið ákjósanlegt til hátíðarhalda. Áætlað er að um það bil 30.000 manns hafi sótt hátíðina báða dagana og hafa gestir aldrei verið fleiri. Auk hátíðarhalda á Grandagarði stóðu Sjómannadagsráð og Faxaflóahafnir fyrir sjómannatónleikum „Óskalög sjómanna“ í Hörpu og voru þeir vel sóttir. Tónleikarnir enduspegluðu sjómannalög liðinna ára enda Sjómannadagurinn 75 ára og 100 ár eru síðan hafist var handa við byggingu Reykjavíkurhafnar og hefur sennilega oft verið haldin hátið af minna tilefni.
Gólettan E´toile frá Frakklandi heimsótti hátíðina og minntist sendiherra Frakklands þess sérstaklega í ávarpi til gesta að nærvera skútunnar á Hátið hafsins væri m.a. til að minnast hinna mörgu sjómanna frá Bretaníuskaganum sem fórust við strendur Íslands á fyrri tímum.

_jor4561

Dagskrá Hátíðar hafsins var fjölbreytt og sniðin að öllum aldursflokkum. Áherslan var á hafið og allt sem því tengist og sérstaka lukku vöktu hinar mörgu smiðjur þar sem börnin gátu skapað sinn eigin heim við ýmiskonar föndur og listir. Fiskasýning Hafrannsóknarstofnunar vakti athygli að venju og að þessu sinni var gestum boðið að smakka á ýmsu góðgæti úr hafinu svo sem síldarþrennu, makrílkæfu, súrum hval og grilluðu hrefnukjöti. Sjóræningjar sigldu með Sæbjörgu um Sundin blá og færeysku stúlkurnar unnu kappróðurinn að venju.

FaxaportsFaxaports linkedin