Nýlega var sett niður ný flotbryggja í Vesturbugt nærri Sjóminjasafninu en svæðið í Vesturbugtinni hefur hægt og bítandi verið að taka á sig mynd með bryggjumannvirkjum við ströndina þar.  Með flotbryggjunni og annarri bryggju sem kemur austan nýju bryggjunnar skapast möguleiki á að ferðaþjónustuaðilar geti farið að gera út frá þessu svæði hafnarinnar.  vesturbugt_-_bryggja

Nú er unnið að smíði bryggjumannvirkja í tengslum við nýju flotbryggjuna og lýkur þeim framkvæmdum um miðjan júlí.  Í framhaldi verður settur niður sjásetningarrampur á svæðinu og svæðið snyrt þannig að almenningur á greiðan aðgang að því svæði.  Þá verður sett girðing á lóðarmörkum slippsins þannig að óviðkomandi fari ekki inn á það athafnasvæði með tilheyrandi háska – en geti notið þess að horfa á skipin sem verið er að gera við úr öruggri fjarlægð.  Af  hálfur Reykjavíkurborgar er nú unnið að gerð deiliskipulags fyrir svæðið ofan Vesturbugtarinnar en þar mun rísa íbúða- og þjónustuhverfi, en þegar skipulagið liggur fyrir verður unnt að ljúka útfærslu og framkvæmdum næst sjónum.

FaxaportsFaxaports linkedin