Tekinn hefur verið í notkun nýr löndunarkrani á Bótarbryggjunni í Vesturhöfn Reykjavíkur.
Kraninn er af gerðinni MKG-HMC66 frá fyrirtækinu Framtak – Blossi ehf. í Garðabæ sem einnig önnuðust uppsetningu hans.
Kraninn leysir af hólmi eldri krana á sama stað og mun því bæta aðstöðu smábátasjómanna í höfninni í Reykjavík.
krani

FaxaportsFaxaports linkedin