p4300033 
Nýi vitinn á Skarfagarði 

Nýr viti hefur verið reistur á endanum á Skarfagarði í Sundahöfn.  Skarfagarður og aðliggjandi svæði hefur verið að taka breytingum m.a. með opnun á aðgengis að sandströnd við Skarfaklett. Þá verður gönguleið fram á enda Skarfagarðs malbikuð á næstu dögum.

Nýi vitinn er smíðaður af járnsmiðum Faxaflóahafna sf eftir sömu teikningu og innsiglingavitarnir, sem eru í Gömlu höfninni og hafa verið frá opnun þeirrar hafnar.  Vitarnir í Gömlu höfninni vorur reyndar endurnýjaðir árið 1993, en þeir voru einnig smíðaðir af járnsmiðum fyrirtækisins.

Eftir er að ganga frá hleðslu í kringum nýja vitann auk annarra umhverifsbóta, en það verður gert á næstu vikum.

FaxaportsFaxaports linkedin