Nýr rampur til upptöku og niðursetningar báta var í dag fullkláraður í Borgarneshöfn.  Þó svo að umsvif í Faxaflóahafna sf. séu víðar meiri en í Borgarnesi skiptir ný aðstaða máli fyrir þá sem þar eru með báta og ekki síður er rampurinn mikið öryggisatriði fyrir björgunarsveitir.  Rampurinn var hannaður og gerður í góðu samstarfi við notendur og tillit tekið til margra góðra ábendinga um hvernig legu hans væri best háttað.  rampur_i_borgarnesi

Með rampinum er komin góð aðstaða fyrir notendur Borgarneshafnar og öryggi björgunarsveita og viðbragðsaðla sem koma þurfa bát á sjá í snatri orðin mjög góð.  Með auknum skemmtisiglingum á Faxaflóa er mikilvægt að auðvelt sé að koma báti út ef á þarf að halda.  Björgunarsveitin Brák er ein öflugra björgunarsveita á starfssvæði Faxaflóahafna sf.sem starfar í Borgarfjarðarhéraði en sveitin sinnir ekki síður sjóbjörgun ef á þarf að halda en björgun upp til fjalla og jökla.  Faxalfóahafnir sf. strykja starfsemi björgunarsveitanna á starfssvæði fyrirtækisins og þar með talið Björgunarsveitina Brák.

Á myndinni hér til hliðar má sjá hvar laganna vörður í Borganesi tekur út mannvirkið í hefðbundinni borgfirskri blíðu – og brosir ánægður í kampinn!

FaxaportsFaxaports linkedin