adventure_crystal_a
Það voru þrjú skemmtiferðaskip í Reykjavíkurhöfn í dag, mánudaginn 3. júní, og þar á meðal stærsta skip sem komið hefur til Íslands fyrr og síðar. Adventure of the Seas er skip sem tekur 3200 farþega er 137.000 brúttótonn að stærð og 311 metra langt.

Þar sem lengingu Skarfabakka er lokið var hægt að koma fyrir tveimur skipum á bakkann, en Crystal Symphony er 237 metra langt skip og mælist 51.000 brúttótonn. Með því að lengja Skarfabakka úr 450 metrum í 650 metra, en því verki lauk í vor, er hægt að koma fyrir tveimur mjög stórum skipum á bakkann í einu. Með lengingunni er nú hægt í flestum tilfellum að taka öll skip að bryggju, en áður fyrr lágu skip út á vegna þess að ekki var pláss við bryggju.

Crystal Symphony kemur frá Ameríku og skiptir hér um farþega og heldur áfram til Evrópu á miðvikudag og stoppar því hér í 3 daga. Adventure of the Seas stoppar yfir nótt í Reykjavik og heldur áleiðis til Akureyrar á þriðjudagseftimiðdag.

Þriðja skipið, Sea Explorer, liggur við Miðbakkann í Gömlu höfninni og þar var skipt um 120 farþega í dag og fer skipið áleiðis til Grænlands í kvöld. 1-img_4406

FaxaportsFaxaports linkedin