Ár 2020, föstudaginn 21. ágúst kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hagnarhúsinu og hófst fundurinn kl. 09:00

Mætt:
Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður
Örn Þórðarson
Marta Guðjónsdóttir
Um fjarfundarbúnað:
Magnús S. Snorrason
Daníel Ottesen
Skúli Helgason
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Ragnar B. Sæmundsson

Áheyrnarfulltrúi:
Ólafur Adolfsson
Um fjarfundarbúnað:
Elliði Aðalsteinsson

Auk þess sátu fundinn Magnús Þór Ásmundsson, hafnarstjóri, Gunnar Tryggvason aðstoðarhafnarstjóri og Inga Rut Hjaltadóttir forstöðumaður tæknideildar (um fjarfundarbúnað) og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem ritaði fundargerð.
Í upphafi fundar bauð formaður nýjan hafnarstjóra, Magnús Þór Ásmundsson velkominn til starfa.

1. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra.
Lagt fram.

2. Samþykkt prókúru fyrir hafnarstjóra.
Hafnarstjórn samþykkir að Magnús Þór Ásmundsson fari með prókúru fyrir fyrirtækið.

3. Rekstrar- og framkvæmdauppgjör janúar til júní ásamt greinargerð hafnarstjóra.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir meginatriðum uppgjörsins.

4. Rammi að fjárhagsáætlun ársins 2021 ásamt tillögu að breytingum á gjaldskrá.
Farið var yfir helstu atriði varðandi undirbúning fjárhagsáætlunar.

5. Fundargerð aðalfundar Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar frá 30.6.2020 ásamt bréfi stjórnar félagsins til eigenda dags. 306.2020, ársreikningi árið 2019 og yfirliti vatnsnotkunar.
Lagt fram.

6. Viljayfirlýsing um rannsóknar- og nýsköpunarsetur og samvinnurými á Breið á Akranesi .
Lagt fram.

7. Bréf Hafnasambands Íslands þar sem boðað er til Hafnasambandsþings í Snæfellsbæ dagana 24. – 25. september.
Lagt fram.

8. Forkaupsréttarmál:
a. Erindi Borealis verk ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Eyjarslóð 9, Reykjavík. Fasta nr. 227-5680. Kaupendur Hörður Kristjánsson og María Hrönn Gunnarsdóttir.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti enda verði starfsemi innan ramma lóðaleigusamnings og deiliskipulags.

9. Fyrirspurn frá umhverfis- og skipulagsráði dags. 2.7.2020 varðandi stærð og nýtingu landfyllingar við Klettagarða.
Hafnarstjóra falið að senda svar við fyrirspurninni.

10. Drög að viljayfirlýsingu vegna erindis Þróunarfélags Grundartanga ehf. frá 25.6.2020.
Hafnarstjórn samþykkir yfirlýsinguna og felur hafnarstjóra að undirrita hana.

11. Önnur mál.

a. Þakkir frá Hvalfjarðarsveit fyrir veittan stuðning við verkefnið „Merking sögu- og merkisstaða í Hvalfjarðarsveit“.
Lagt fram.
b. Hafnarstjórn þakkar fráfarandi hafnarstjóra fyrir einstaklega gott og farsælt samstarf á liðnum árum.

Fleira ekki gert
fundi slitið kl. 10:20