Faxaflóahafnir hafa hlotið Forvarnarverðlaun VÍS í flokki minni fyrirtækja, fyrir öfluga öryggismenningu og setja öryggi í fyrsta sæti í allri sinni starfsemi. Forvarnarverðlaun VÍS eru veitt þeim fyrirtækjum sem skara fram úr í öryggismálum og eru öðrum fyrirtækjum fyrirmynd í þeim efnum. Hjá Faxaflóahöfnum er meðal annars virkt ábendingarkerfi um atvik sem geta skapað hættur í umhverfinu. Ábendingarkerfið, öflug fræðsla, þjálfun starfsmanna og upplýsingamiðlun til notenda hafnanna, eru allt liðir í að skapa öryggismenningu sem endurspeglast í því að slysatíðni er mjög lág hjá Faxaflóahöfnum.

„Í hlutarins eðli þá fer mikið af starfsemi í kringum Faxaflóahafnir fram í og við sjó, því er mikilvægt að byggja upp öfluga öryggismenningu meðal mannauðsins með bæði fræðslu og þjálfun“, segir Jón Þórir Sveinsson öryggisstjóri Faxaflóahafna.

Inga Rut Hjaltadóttir sviðsstjóri framkvæmdasviðs Faxaflóahafna, Jón Þórir Sveinsson öryggisstjóri Faxaflóahafna og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir stjórnarformaður Faxaflóahafna tóku á móti Forvarnarverðlaun VÍS.

FaxaportsFaxaports linkedin