Upplifðu jólastemninguna með tónlist, súpu og jólasveinum, laugardaginn 2.desember kl. 17:00 á Miðbakka Reykjavíkurhafnar

 

Íslenskir sjómenn sem komu í höfn í Hamborg eftir seinna stríð elduðu fiskisúpu handa svöngu fólki meðan landað var úr togaranum þeirra. Sem þakklætisvott komu hafnaryfirvöld í Hamborg á þeirri hefð árið 1965 að senda jólatré til Reykjavíkurhafnar sem stendur við höfnina yfir hátíðarnar. Ekki er lengur siglt með grenitréð frá Þýskalandi vegna umhverfissjónarmiða, og hafa Faxaflóahafnir þess vegna keypt tré hjá Skógræktinni í seinni tíð.

 

  • Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, stjórnarformaður Faxaflóahafna býður gesti velkomna
  • Dr. Sverrir Schopka segir frá sögu Hamborgartrésins
  • Sendiherra Þýskalands, Clarissa Duvegneau, tendrar ljósin á Hamborgartrénu
  • Jólasveinar sigla inn í gömlu höfnina á Magna og leggjast að Miðbakkanum, spjalla við börnin og leiða gesti svo að fiskisúpukötlunum í nýju húsi Landsbankans í Reykjastræti 6

FaxaportsFaxaports linkedin