Eftir 65 ára dygga þjónustu við sjávarútveginn í látlausu steinsteyptu húsi norðan við Kaffivagninn hefur Grandavogin, eins og hún hefur verið kölluð, verið flutt á Grandagarð 16. Þar sem húsnæði, staðsetning og vogin sjálf voru búin að skila sínu hlutverki með sóma, en breyttar aðstæður á Grandanum kölluðu á meiri nálægð við fiskiskipin, fiskmarkaðinn, nýja vog og bætta aðstöðu vigtarmanna.

Nýja vigtin er af Avery gerð, er 18 metra löng og getur tekið allt að 60 tonna þunga vörubíla á lokuðu hafnarsvæði. Aðstaða vigtarmanna er öll til fyrirmyndar. Vigtarmenn hafa þar góða yfirsýn yfir hafnarsvæðið auk fundaraðstöðu. Möguleikar hafa skapast til nútíma upplýsingamiðlunar og góð aðstaða er fyrir þau tæki sem nauðsynleg eru til að þjónusta sjávarútveginum allt árið um kring.

FaxaportsFaxaports linkedin