Faxaflóahafnir efna til samstarfssamkeppni í alverktöku, með forvali, vegna hönnunar og byggingar á fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka í Sundahöfn, Reykjavík. Í þessum fyrsta fasa verkefnisins er óskað eftir umsóknum um þátttöku í forvalinu.

Fyrirhugað er að reisa fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka í Sundahöfn (e. cruise ship terminal). Fjölnota farþegamiðstöðinni er ætlað að þjóna öllum gerðum farþegaskipa, hvort heldur fyrir farþega í farþegaskiptum, sem hefja eða ljúka sinni ferð á Íslandi, eða fyrir farþega skipa sem eiga viðkomu á Íslandi. Aðstöðunni er jafnframt ætlað að þjóna sem landamærastöð til og frá Íslandi fyrir farþega utan og innan Schengen svæða með öryggisleit, farangursskönnun, tollaaðstöðu, ásamt annarri tengdri þjónustu við farþega. Utan háannatíma er áætlað að nýta hluta húsnæðis fyrir viðburði.

Ákveðið hefur verið að farþegamiðstöðin verði BREEAM vottuð bygging og að lok framkvæmda verði 1. apríl 2025.

Nánari upplýsingar um tímaramma og útboðsgögn má nálgast hér

FaxaportsFaxaports linkedin