Sjó­mannadag­ur­inn verður hald­inn hátíðleg­ur í Reykja­vík sunnu­dag­inn 2. júní nk. Mikil spenna ríkir í herbúðum þeirra sem standa að hátíðinni enda má gera ráð fyrir fjölmenni við höfnina á Granda þar sem Sjóaranum síkáta, hátíðarhöldum Grindvíkinga, hefur verið boðið að taka þátt.  Sú rómaða sjómannadagshátíð “Sjóarinn síkáti” sem haldin hefur verið í Grindavík í rúman aldarfjórðung verður á þessu ári við Reykjavíkurhöfn í ljósi aðstæðna í bænum.

Faxa­flóa­hafn­ir, Sjó­mannadags­ráð og Brim eru bak­hjarl­ar Sjómannadagsins í Reykjavík og buðu Grindvíkingum að taka þátt og nota aðstöðuna við höfnina í höfuðborginni. „Það er mikið ánægjuefni að geta boðið heiðursgestunum frá Grindavík að taka þátt í að fagna degi sjómanna á starfssvæði Faxaflóahafna í höfuðborginni,“ segir Sigurður Jökull Ólafsson markaðsstjóri Faxaflóahafna.

FaxaportsFaxaports linkedin