Faxaflólahafnir boða til vígslu á nýrri trébryggju í Vesturbugt hjá Sjóminjasafninu í Reykjavík nú á Menningarnótt 19. ágúst. Hin nýja bryggja kemur í stað bryggju sem þar stóð áður frá upphafsárum þróunar og uppbyggingu Grandagarðs um miðbik síðustu aldar.

Athöfnin hefst kl. 13 er Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, stjórnarformaður Faxaflóahafna, býður gesti velkomna. Því næst mun Guðjón Friðriksson sagnfræðingur segja frá sögu hafnarinnar og svæðisins á sinn skemmtilega og lifandi hátt. Tónlistamaðurinn KK mun taka nokkur lög af sinni alkunnu snilld.   Að endingu mun Jón Þorvaldsson, fyrrum aðstoðarhafnarstjóri, segja frá tildrögum bryggjunnar og vígja hana formlega og gefa henni nafn.

Við hina nýju bryggju liggja dráttarbáturinn Magni og safnskipið Óðinn og eru til mikillar prýði fyrir umhverfi Reykjavíkuhafnar. Þegar vígslu bryggjunnar er lokið gefst gestum tækifæri að skoða Óðinn og hitta fyrir áhöfn skipsins.

FaxaportsFaxaports linkedin