Þann 20. febrúar 2023 kl. 16:00 voru opnaðar umsóknir um þátttöku í samstarfssamkeppni um alverktöku, vegna hönnunar og byggingar á fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka í Sundahöfn, Reykjavík.

Eftirfarandi teymi sóttu um:

  1. ÍAV, VSÓ Ráðgjöf ehf og Brokkr studio
  2. Ístak hf., THG arkitektar, Exa nordic, Teknik, Lota, Brekke &Strand, Örugg, Landslag
  3. E. Sigurðsson ehf., Arkþing-Nordic, Efla

Fleiri umsóknir bárust ekki. Faxaflóahafnir yfirfara umsóknirnar og hafa samband við þátttakendur þegar því ferli er lokið.

FaxaportsFaxaports linkedin