Ár 2022, föstudaginn 23. september kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 9:00

Mætt:
Skúli Helgason, formaður
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir (vék af fundi eftir 8. lið)
Hildur Björnsdóttir
Marta Guðjónsdóttir (vék af fundi eftir 8. lið)
Daníel Ottesen
Davíð Sigurðsson
Ragnar B. Sæmundsson

Varamaður:
Ellen Jacqueline Calmon (í fjarfundabúnaði frá og með 8. lið)

Ólafur Adolfsson, áheyrnarfulltrúi (í fjarfundarbúnaði frá og með 7. lið)

Auk þeirra voru á fundinum Inga Rut Hjaltadóttir sviðsstjóri framkvæmdasviðs og Gunnar Tryggvason starfandi hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

Stjórnarformaður kynnti til leiks nýjan aðalmann í stjórn, Hildi Björnsdóttur, sem kemur stað Arnar Þórðarsonar.

1. Öryggi, heilsa og umhverfi
Tvö skyndihjálparslys og tvö umhverfisóhöpp hafa verið skráð frá síðasta fundi.

2. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra
Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra.

3. Hampiðjan deiliskipulagsbreyting
Ólafur Melsted, skipulagsfulltrúi kynnti tillögu að breyttu skipulagi á Hampiðjureit við Skarfabakka. Samþykkt að Faxaflóahafnir geri ekki athugasemdir við breytinguna.

4. Forkaupsréttarmál:

a. Erindi Landbergs ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eign að Köllunarklettsvegi 2, Reykjavík. Fastanr. 224-0828. Kaupandi Arctic Adventures hf.
b. Erindi Skel hf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eign að Klettagörðum 6, Reykjavík. Fastanr. 226-0033. Kaupandi Orkan IS ehf.

Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að afnot lóðar falli að gildandi deiliskipulagi og lóðarleigusamningi.

6. Stefnur Faxaflóahafna

a. Hlutverk, framtíðarsýn og stefnuáherslur Faxaflóahafna
b. Stafræn stefna
c. Upplýsingaöryggisstefna

J. Snæfríður Einarsdóttir, gæðastjóri kynnti hlutverk, framtíðarsýn og stefnuáherslur Faxaflóahafna og Friðrik Hjálmarsson verkefnastjóri UT mála kynnti stafræna stefnu og upplýsingaöryggisstefnu. Voru þær allar samþykktar einróma.

Jafnframt kynnti Snæfríður drög að vali stjórnenda Faxaflóahafna á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og tengingu þeirra við stefnu félagsins. Stefnt er að því að stjórn fái formlega tillögu inn á stjórnarfund nú á haustmánuðum.

7. Ráðningaferli hafnarstjóra
Starfsmenn Faxaflóahafna viku af fundi undir þessum lið og stjórn fjallaði um ráðningaferli hafnarstjóra.

8. Fjárhagsáætlun 2023
Útkomuspá 2022 og fjárhagsáætlun 2023 var lögð fram, kynnt af starfandi hafnarstjóra, rædd og samþykkt. Útkomuspá 2022 gerir ráð fyrir betri afkomu en áætlun.

9. Stjórnkerfi upplýsingaöryggis
Hallur Símonarson og Ingunn Ólafsdóttir frá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar komu á fundinn og kynntu niðurstöður eftirlitskönnunar um stjórnkerfi upplýsingaöryggis og svöruðu spurningum fundarmanna.

10. Hafnarsambandsþing
Hafnarsambandsþing verður haldið í Ólafsvík dagana 27.-28. október nk. og eiga Faxaflóahafnir rétt á 10 atkvæðisbærum fulltrúum. Drög að dagskrá og ályktun þingsins kynnt og rædd.

Fundi slitið 11:15

FaxaportsFaxaports linkedin