Ár 2022, miðvikudaginn 12. október kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 10:00

Mætt:
Skúli Helgason, formaður
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Marta Guðjónsdóttir
Daníel Ottesen
Davíð Sigurðsson
Ragnar B. Sæmundsson

Varamaður: Valgerður Sigurðardóttir

Ólafur Adolfsson, áheyrnarfulltrúi (í fjarfundarbúnaði)

Auk þeirra voru á fundinum Inga Rut Hjaltadóttir sviðsstjóri framkvæmdasviðs og Gunnar Tryggvason starfandi hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

1. Almenn eigandastefna Reykjavíkurborgar
Þorsteinn Gunnarsson borgarritari, Halldóra Káradóttir sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar, Hörður Hilmarsson skrifstofustjóri sviðsins auk Helgu Hlín Hákonardóttur lögmanni hjá Strategíu komu á fundinn.

Helga Hlín kynnti eigandastefnu Reykjavíkurborgar og áhrif hennar á Faxaflóahafnir og svöruðu gestirnir spurningum fundarmanna.

2. Öryggi, heilsa og umhverfi
Ekkert fjarveru eða skyndihjálparslys hefur orðið frá síðasta fundi. Tjald á Skarfabakka í eigu tjaldaleigu skemmdist í óveðrinu sem gekk yfir landið þann 25. september s.l.

3. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra
Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra.

4. Lóðamál við Klettagarða

Hafnarstjóri lagði fram minnisblað um stöðu lóða við Klettagarða. Afgreiðsla máls frestað fram til næsta fundar.

5. Farþegamiðstöð, kostnaðar- og tímaáætlun
Sviðstjóri framkvæmdarsviðs kynnti fyrirhugaða byggingu farþegamiðstöðvar við Skarfabakka. Stjórn fól hafnarstjóra að standa að samkeppni um hönnun farþegamiðstöðvar við Skarfabakka. Miða skal við að útboðshönnun ásamt ítarlegri kostnaðar-, og tímaáætlun sem og arðsemismati verði lagt fyrir stjórn til samþykktar á vormánuðum 2023.

6. Forkaupsréttarmál:

a. Erindi RA 5 ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eign að Hólmaslóð 2, Reykjavík. Fasta nr. 226-1527, 226-1528, 226-1529 og 227-0962. Kaupandi GT 2 ehf.

Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að afnot lóðar falli að gildandi deiliskipulagi og lóðarleigusamningi.

7. Staða innleiðingar UT áætlunar
Friðrik Hjálmarsson verkefnastjóri upplýsingatæknimála kynnti framgang UT-áætlunar og viðbrögð við athugasemdum innri endurskoðunar og svaraði spurningum fundarmanna.

8. Hjólastólaaðgengi í Viðey

Helgi Laxdal, sviðsstjóri innviða kynnti útfærslu á bættu aðgengi hjólastóla um bryggjurnar í Skarfavör og Viðey auk frumkostnaðaráætlun. Þegar hefur verið gert ráð fyrir þeim kostnaði í fjárhagsáætlun næsta árs.

Stjórn fól hafnarstjóra að hefja þessa framkvæmd í samráði við Borgarsögusasafn og rekstraraðila Viðeyjarferjunnar með það að markmiði að úrbætum í aðgengismálum verði lokið eigi síðar en næsta vor.

Einnig óskaði stjórn eftir því að útfærsla lausnarinnar yrði borin undir aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks hjá Reykjavíkurborg.

9. Önnur mál
Fyrir fundinum lá erindi frá endurskoðunarnefnd Faxaflóahafna um útboð á ytri endurskoðunarþjónustu.

Stjórn fól hafnarstjóra að leita eftir samfloti við þau félög sem eru aðilar að gildandi verksamningi um ytri endurskoðun um að efna til útboðs að nýju á endurskoðunarþjónustu.

Fundi slitið 11:57

FaxaportsFaxaports linkedin