Ár 2022, föstudaginn 11. nóvember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 9:00

Mætt:
Skúli Helgason, formaður
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir (í fjarfundarbúnaði)
Marta Guðjónsdóttir
Sabine Leskopf
Daníel Ottesen
Davíð Sigurðsson
Ragnar B. Sæmundsson
Hildur Björnsdóttir (í fjarfundarbúnaði)

Ólafur Adolfsson, áheyrnarfulltrúi (í fjarfundarbúnaði)

Auk þeirra voru á fundinum Inga Rut Hjaltadóttir sviðsstjóri framkvæmdasviðs og Gunnar Tryggvason starfandi hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

1. Öryggi, heilsa og umhverfi
Mánaðarskýrsla öryggisstjóra lögð fram til kynningar og rædd. Ekkert fjarveru eða skyndihjálparslys hefur orðið frá síðasta fundi

2. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra

Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra.

3. Uppgjör fyrstu 9 mánaða
Ragnheiður Ragnarsdóttir, deildarstjóri fjármála kom á fundinn og kynnti 9 mánaða rekstraryfirlit. EBITDA fyrstu 9 mánuðina nemur 1.764 m.kr. eða 852 m.kr. yfir áætlun tímabilsins.

4. Skemmtiferðaskip – útlit sumarvertíðar 2023
Gísli Jóhann Hallsson yfirhafsögumaður og Sigurður Jökull Ólafsson markaðsstjóri komu á fundinn og kynntu fyrir stjórn útlit í komum skemmtiferðaskipa og tækifæri og áskoranir því tengdu.

5. Kostnaðarrétt gjaldskrá
Starfandi hafnastjóri kynnti minnisblað KPMG um kostnaðarrétta gjaldskrá og afkomuviðmið Faxaflóahafna. Umræða varð um framhald þeirra vinnu og fól stjórnin hafnastjóra að hefja vinnu við tillögu að stefnu um fjármagnsskipan og arðgreiðslur.

6. Gjaldskrá 2023
Starfandi hafnastjóri kynnti tillögu að gjaldskrá Faxaflóahafna fyrir 2023, en þar er að finna tvær veigamiklar breytingar. Annarsvegar er lagt til að fjórði og dýrasti flokkur vörugjalda verði felldur niður. Hinsvegar verður tekið upp umhverfiseinkunnarkerfi fyrir skemmtiferðaskip, Enviromental Port Index (EPI), með ívilnun eða álögum eftir umhverfishegðun skipa á hafnarsvæði.

Tillaga að gjaldskrá fyrir 2023 samþykkt samhljóða.

7. Lóðir við Fiskislóð
Magnús Baldursson lögmaður kom á fundinn og kynnti minnisblað um stöðu óbyggðra lóða við Fiskislóð og svaraði spurningum fundarmanna.

8. Klettagarðar 7 og 9
Magnús Baldursson lögmaður kynnti minnisblað um stöðu lóðanna við Klettagarða 7 og 9. Stjórn samþykkti eftirfarandi tillögu með tveir stjórnarmenn sátu hjá:

„Fyrir liggja bókanir stjórnar frá 11. desember 2016, 20. janúar 2017 og 24. maí 2022 er lúta að viðkomandi lóðum.

Hafnarstjórn samþykkir að leigutaka að lóðinni Klettagarðar 9 verði tilkynnt að lóðarleigusamningi um lóðina verði ekki framlengt eftir að hann rennur út í árslok 2023 og afnotum hans af lóðinni ljúki við sama tímamark.

Jafnframt er samþykkt að úthlutun lóðarinnar Klettagarðar 7 verði afturkölluð miðað við að afnotum lóðarhafa ljúki í árslok 2023 gegn endurgreiðslu lóðagjalds til samræmis við almenna úthlutunarskilmála Faxaflóahafna.

Starfandi hafnarstjóra er falið að tilkynna lóðarhafa um framangreint ásamt því að leita samninga við hann um greiðslur fyrir hús er standa á lóðinni Klettagarðar 9 en leita eftir dóm¬kvaðningu matsmanna til mats á verðmæti þeirra náist ekki um það samkomulag sbr. 4. gr. lóðarleigusamnings milli aðila frá 23. desember 2003.

Hafnarstjórn leggur áherslu á að kannað verði hvort mengun leynist í jarðvegi viðkomandi lóða og að lóðarhafi ljúki hreinsun þeirra fyrir lok leiguafnotanna.“

9. Önnur mál
Starfsmenn og gestir viku af fundi.

Varaformaður stjórnar kynnti stöðu mála varðandi ráðningu nýs hafnarstjóra og upplýsti að stefnt sé að því að hæfnisnefnd ljúki störfum í næstu viku. Stjórn verður boðuð til aukafundar í kjölfarið þar sem tillaga um ráðningu nýs hafnarstjóra verður tekin til afgreiðslu.

Fundi slitið kl. 11:30

FaxaportsFaxaports linkedin