Faxaflóahafnir tilkynna með ánægju að bókunarhugbúnaðurinn DOKK hefur sannað gildi sitt og fært út kvíarnar, þegar Höfnin í Þórshöfn í Færeyjum varð fyrsta höfn utan landsteinana til að innleiða bókunarhugbúnaðinn. Viðbótin í notendahópnum er mikilvægt skref sem markar tímamót í samvinnu hafna í Norður Atlantshafi og straumlínulaga umsýslu skemmtiferðaskipa á svæðinu.

DOKK hugbúnaðurinn var þróaður 2022 og tekin í notkun fyrir 13 helstu skemmtiferðaskipa hafnir á Íslandi á þessu ári. Hugbúnaðurinn er í eigu Faxaflóahafna sem jafnframt sjá um daglegan rekstur og þróun á honum. Innleiðingin á DOKK hefur verið leikbreytir í að nútímavæða og einfalda bókunarferli hjá höfnum, jafnt sem skipa umboðsmönnum á Íslandi. Breyting sem hefur leitt til þess að gegnsæi upplýsinga hefur verið bætt til hagsbóta fyrir almenning og atvinnulíf á sérhverjum stað þar sem skemmtiferðaskip leggjast að bryggju. Samhliða mun hugbúnaðurinn stuðla að álagsdreifingu skemmtiferðaskipa og farþega þeirra til langframa, þannig að unnt verði að hámarka nýtingu á öllum þeim innviðum sem tengjast skipakomunum.

„DOKK hugbúnaðurinn hefur verið mikilvægur þáttur í að gera höfnum kleift að takast á við aukningu í skipakomum skemmtiferðaskipa, til hagsbóta fyrir hafnirnar sjálfar, útgerðum og skipa farþegum. Jafnframt býður hugbúnaðurinn upp á mikla framtíðar möguleika í álags- og mannmergðarstýringu í tengslum við komur skemmtiferðaskipa í hafnir hringinn í kringum Ísland“, segir Sigurður Jökull Ólafsson markaðsstjóri Faxaflóahafna.

„Við lítum á þetta skref sem leið til auka, en um leið stjórna betur, vöxt í komum skemmtiferðaskipa til Færeyja“, segir nýr hafnarstjóri hafnarinnar í Þórshöfn, Hanus Mikkelsen og bætir við „að sjálfsögðu viljum sjá vöxt í komum skemmtiferðaskipa til Þórshafnar, en við verðum að hafa stjórn á vextinum, þar sem við leitumst við að koma í veg fyrir álagstoppa vegna of margra ferðamanna. Við teljum að nýi bókunarhugbúnaðurinn muni verða mikilvægur liður í því.“

  • Skipa bókunarhugbúnaðurinn DOKK er í eigu Faxaflóahafna og nær allar íslenskar hafnir sem taka á móti skemmtiferðaskipum nota hugbúnaðinn
  • DOKK auðveldar upplýsingaflæði milli hafna, skipafélaga og umboðsmanna með því að sameina í rauntíma og á einum stað allar bókanir skemmtiferðaskipa
  • Stuðlað að gegnsæi upplýsinga til hagsbóta fyrir almenning og atvinnulíf á sérhverjum stað þar sem skemmtiferðaskip leggjast að bryggju
  • Eitt af meginmarkmiðum hugbúnaðarins er að stuðla að álagsdreifingu skemmtiferðaskipa og farþega þeirra á sérhverjum áfangastað

 

Myndatexti: Sigurður Jökull Ólafsson markaðsstjóri, Annfinn Hjelm umboðsmaður hafnarinnar í Þórshöfn og Gísli Jóhann Hallsson yfirhafnsögumaður handsala samninginn um DOKK hugbúnaðinn.

FaxaportsFaxaports linkedin