Jón Garðar Jörundsson hefur verið ráðinn í stöðu sviðsstjóra viðskiptasviðs Faxaflóahafna og tekur við stöðunni af Gunnari Tryggvasyni sem ráðinn var í stöðu Hafnarstjóra félagsins í lok seinasta árs.

Jón Garðar hefur undanfarin ár starfað sem Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arnarlaxi en þar áður sem framkvæmdastjóri Hafkalks ehf. og ráðgjafi hjá KPMG. Jón Garðar er með BSc gráðu í Viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík, MSc í Fjármálum og fjárfestingum frá Edinborgarháskóla sem og MBA frá sama skóla.

„Það er sannarlega spennandi að ganga til liðs við Faxaflóahafnir og verða þátttakandi í þeirra mikilvægu starfsemi. Vægi Faxaflóahafna sem leiðandi höfn í Norður Atlantshafi er sífellt að aukast og mörg spennandi verkefni eru í farvatninu m.a. með tilliti til umhverfisvænna lausna, þróunar á Grundartanga í átt að grænum iðngarði sem og með auknum áherslum útgerða skemmtiferðaskipa á farþegaskipti í Reykjavík. Ég hef því störf á nýjum vettvangi fullur tilhlökkunar og hlakka til að takast á við spennandi og krefjandi verkefni með nýjum samstarfsfélögum“ segir Jón Garðar Jörundsson.

FaxaportsFaxaports linkedin