Málþing Faxaflóahafna sf. var haldið í Hörpu miðvikudaginn 25. nóvember og mættu til þingsins um 100 manns.  IMG_0710
Dagskráin var eftirfarandi:
 Gísli Gíslason, hafnarstjóri:
Framkvæmdir og verkefni Faxaflóahafna sf. árið 2016.
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akranesskaupstaðar:
Akraneshöfn og Sementsreitur – þróun og markmið til framtíðar.
Helgi Laxdal, forstöðumaður rekstrardeildar Faxaflóahafna sf:
Verkefni Faxaflóahafna sf. til betra umhverfis.
Kristín Soffía Jónsdóttir, stjórnarformaður Faxaflóahafna sf:
 – Flóasiglingar og ný Akraborg.
Svavar Svavarsson, deildarstjóri viðskiptaþróunar HB Granda hf:
 – Sjálfbær sjávarútvegur sem mengar ekki.
Að loknum framsöguerindum komu eftirfarandi spurningar úr sal, sem hafnarstjóri svaraði:

  1. Hvernig stendur á því að Faxaflóahafnir sf. kjósa að hafa mengunariðnað í Hvalfirði? Oft á tíðum liggur mengunarský/mistur yfir nærliggjandi sveitir og byggðir. Hvað ætla Faxaflóahafnir sf. að gera til að minnka/koma í veg fyrir slíka mengun?
  1. Er einhver möguleiki á því að minnka/gefa afslátt á hafnargjöldum fyrir fólk sem er komið á ellilífeyri?
  1. Er hægt að bæta umhverfi í kringum gáma og smábáta á Akranesi, þannig að aðgengi sé snyrtilegra og bátum sé haldið við?
  1. Þar sem að hafnarsvæðið er í mikilli grósku og margvísleg starfsemi í gangi, þá velta menn fyrir sér hvort það væri nokkuð möguleiki á að gera gönguleiðir snyrtilegri með lýsingu milli hafnarsvæðis í Suðurbugt og Granda um Smiðjustíg?
  1. Hver er framtíðarsýn Faxaflóahafna sf. fyrir smærri útgerðafélög?
  1. Misræmi milli íslensku og ensku heimasíðu Faxaflóahafna. Á ensku heimasíðunni er talað um eftirfarandi: The Grundartangi port and industrial site is in a non-residential area on the northern shore of Hvalfjörður.  Bent var á að „non-residential area“ passaði ekki við lýsinguna á umhverfi í kringum Grundartanga, því bæjir liggja á víð og dreif um sveitina.
  1. Er það góð hugmynd að smábátar færi sig meira inn á norðurhöfnina, því þar er minna svæði til að athafna sig og öflugar vindhviður?
FaxaportsFaxaports linkedin